MÆÐUR ÍSLANDS - samstarfsverkefni með Leikfélagi Mosfellssveitar.
Bæjarleikhúsinu október og nóvember 2015.
Handrit: Agnes Wild og leikhópurinn
Leikstjórn: Agnes Wild
Tónlist: Sigrún Harðardóttir
Leikmynd/búningar: Eva Björg Harðardóttir
Leikarar: Andrea Dagbjört Pálsdóttir, Brynhildur Sveinsdóttir, Dóra Guðrún Wild, Elísa Sif Hermannsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir, Guðrún Esther Árnadóttir, María Guðmundsdóttir, Nanna Vilhelmsdóttir, Vildís Bjarnadóttir og Þuríður Davíðsdóttir.
Þrettán konur og einn maður með sítt hár sem spilar á bassa koma saman og búa til leiksýngu frá hjartanu. Sýningin er unnin með samsköpunaraðferð (divised) og byggir á sönnum sögum leikkvennanna, sögum af mæðrum þeirra, ömmum, langömmum og öðrum konum sem þær þekkja. Sögum sem við könnumst öll við og tengjast okkur öllum. Ekki skemmir það fyrir að þessi fallega sýning er sett upp á 100 ára afmælisári kosningarréttar íslenskra kvenna.Tónlistin er samin sérstaklega fyrir verkið. Mæður Íslands er krefjandi, ögrandi og öðruvísi leikverk, þar sem fjallað er á einlægan hátt um alvöru tilfinningar og sannar sögur. Mæður Íslands er sýning sem snertir hjartað.
FJÖLMIÐLAUMFJÖLLUN:
Krefjandi, ögrandi og öðruvísi leikverk
Sannar sögur af íslenskum konum
UMSAGNIR:
Mæður Íslands er einlæg sýning með litlum nafnlausum myndum, samin af leikstjóranum og tíu manna leikhópi sem allt eru konur. Eitt af því sem heillaði mig við sýninguna var heildarmyndin sem listakonurnar þrjár skapa; stíll, leikmynd, búningar og tónlist falla vel saman.
Ljósmyndir: Solla Matt






