RONJA - samstarfsverkefni með Leikfélagi Mosfellssveitar.
Bæjarleikhúsinu september-desember 2014.
Þjóðleikhúsinu júní 2015.
ÁHUGAVERÐASTA ÁHUGALEIKSÝNINGIN 2015!
Saga: Astrid Lindgren
Tónlist: Sebastian, Björn Isfalt og Sigrún Harðardóttir
Leikstjórn : Agnes Wild
Tónlistarstjórn og útsetningar : Sigrún Harðardóttir
Leikmyndar- og búningahönnun : Eva Björg Harðardóttir
Ljósahönnun: Andri Guðmundsson
Aðstoð við ljósahönnun: Daði Sigursveinn Harðarson
Sýningarstjóri: Þórunn Ármannsdóttir
Yfirsmiður: Ingvar Guðni Brynjólfsson
Leikarar: María Ólafsdóttir, Ari Páll Karlsson, Askur Kristjánsson, Íris Hólm, Dóra Wild, Loftur S. Loftsson, Brynhildur Sveinsdóttir, Eggert Orri Hermannsson, Halldór Ívar Stefánsson, Óskar Hauksson, Halldór Sveinsson, Flemming Viðar Valmundsson, Alexander Glói Pétursson, Guðbjört Kvien, Nanna Vilhelmsdóttir, Andrea Anna Arnardóttir, Egill Ragnarsson, Guðmundur Árni Bang, Kolfinna Rut Schjetne, Úlfhildur Stefanía Jónsdóttir, Brynja Sigurðardóttir, Elín Íris Fanndal, Guðný Guðmundsdóttir, Heiðdís Buzgó, Selma Rán Vilhelmsdóttir Lima og Vildís Bjarnadóttir.
Sagan af Ronju Ræningjadóttur gerist í Matthíasarskógi þar sem ræningjaforinginn Matthías faðir Ronju ræður ríkjum.
Ægileg elding klífur Matthíasarkastalann í tvennt nóttina sem Ronja fæðist og Helvítisgjáin verður til. Ronja er augasteinn og eftirlæti foreldra sinna og ræningjaflokksins. Þegar hún vex úr grasi áttar hún sig á því að faðir hennar, sem hún elskar mest af öllum, er ekki óskeikull. Ógn steðjar að ríki Mattíasar þegar Borki erkifjandi hans flytur inn í kastalarústirnar hinu megin við Helvítisgjána ásamt ræningjaflokknum sínum. Það verður til þess að Ronja hittir Birki son Borka og með þeim tekst djúp vinátta í óþökk foreldra þeirra. Matthías afneitar dóttur sinni og Birkir og Ronja flýja út í Matthíasarskóg. Skógurinn er fullur af ævintýrum, rassaálfum og öðrum furðuverum en líka hættum sem Ronja og Birkir verða að vinna bug á.
Sagan af Ronju Ræningjadóttur er saga um vináttu og hugrekki en þó fyrst og fremst kærleika.
UMSAGNIR:
"Ég vona að sem allra flest börn fái að njóta þessarar sýningar."
"Ekki missa af þessari fallegu sýningu, tónlist, leikgleði og söngur og dálítið af mátulega hræðilegum skógarskrímslum sem gera ævintýrin alltaf skemmtilegri."
FJÖLMIÐLAUMFJÖLLUN:
Vinátta í óþökk foreldra, Morgunblaðið.
María Ólafs í Þjóðleikhúsið sem Ronja Ræningjadóttir, Vísir
Hlutverkið fullkomið fyrir mig, Fréttatíminn
Mosavaxin sviðsmynd Ronju, Hugrás
Ljósmyndir: Solla Matt og EBH
Stikla: Ágúst Elí Ásgeirsson







